Við syngjum og dönsum saman og hlustum á tónlist. Nánd og snerting styrkir tengslamyndun milli foreldris og barns og sönggleðin styrkist. Rannsóknir sýna meðal annars að tónlist örvar hreyfi- og tilfinningaþroska barna. Tónlistarstundirnar örva öll skynsvið krílanna og þau njóta þess að vera með öðrum börnum og hinum fullorðnu. Börnin skynja stemmninguna sem skapast og upplifa gleðina í umhverfinu. Krílasöngur er fyrir öll lítil kríli og fyrir þitt barn er þín rödd fegurst!
Námskeiðsgjald:
500 kr. á barn á dag
Hægt er að koma einu sinni eða tvisvar
Lengd:
45 mínútur