Svafa
Svafa Þórhallsdóttir, kennari

Krílasöngur fyrir 6 - 18 mánaða  

Sun. 30.6.2024 kl. 11:00-11:45 og 13:00-13:45

Við syngjum og dönsum saman og hlustum á tónlist. Nánd og snerting styrkir tengslamyndun milli foreldris og barns og sönggleðin styrkist. Rannsóknir sýna meðal annars að tónlist örvar hreyfi- og tilfinningaþroska barna. Tónlistarstundirnar örva öll skynsvið krílanna og þau njóta þess að vera með öðrum börnum og hinum fullorðnu. Börnin skynja stemmninguna sem skapast og upplifa gleðina í umhverfinu. Krílasöngur er fyrir öll lítil kríli og fyrir þitt barn er þín rödd fegurst!

Námskeiðsgjald:

500 kr. á barn á dag

Hægt er að koma einu sinni eða tvisvar

Lengd:

45 mínútur

Staðsetning:

Hafnarborg, Strandgötu 34, Hafnarfirði.

Kennari:

Svafa Þórhallsdóttir 

Um kennarann:

Svafa Þórhallsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1981. Hún lauk tónlistarkennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og síðar mastersgráðu í söng og tónmenntakennslu frá Konunglega Tónlistarháskólanum í Kaupmannahöfn. Svafa starfar sem tónlistarkennari, söngvari og kórstjóri í Kaupmannahöfn. Hún hefur sérstakan áhuga á tónlistarþroska hjá börnum, og er hún hluti af tónlistar hópnum “Den poetiske elefant”/ “Ljóðræni fíllinn” sem flytur reglulega klassíska tónleika fyrir börn.

www.hafnarborg.is

www.songhatid.is